Helstu reglur og skilmálar

Helstu reglur

 • Farþegi er tilbúinn í anddyri brottfararstaðar 5 mínútum fyrir og 10 mínútum eftir pantaðan tíma (sækingatími).
 • Ef pantaður er mætingatími þarf farþegi að vera tilbúin í anddyri 40 mínútum fyrir komutíma.
 • Þjónustan er í anddyri og miðast aðstoð bílstjóra Pant aksturs við það.
 • Biðtími bíla er 3 mínútur innan biðtíma farþega, sem er 5 mínútum fyrir og 10 mínútum eftir pantaðan brottfarartíma.
 • Ekki er beðið á meðan farþegi sinnir erindi sínu.
 • Miðað er við að ferðatími milli staða sé að jafnaði svipaður og hjá almenningsvögnum.
 • Að lágmarki þarf að vera 30 mínútur á milli ferða
 • Bílstjóra er ekki heimilt að sinna sendiferðum fyrir farþega.
 • Farþega sem hefur lítinn sem engan möguleika á að vita brottfarartíma t.d. þegar ekið er til læknis er heimilt að hringja eftir akstri til baka að erindi loknu.
 • Farþega er heimilt að hafa með sér annan farþega. Fargjaldið gjaldfærist á skráðan farþega.
 • Geti farþegi ekki ferðast einsamall, að mati sveitarfélags, skal aðstoðarmaður fylgja honum. Fyrir aðstoðarmann er ekki greitt fargjald.
 • Börn undir 6 ára aldri í fylgd með fötluðum foreldrum greiða ekkert gjald.

Breytingar á reglum sem voru gerðar í júlí 2020

 • Felld eru á brott ákvæði sem takmarka rétt á þjónustu, svo sem hjá þeim sem fá bílastyrk frá TR.
 • Ferðafjöldi er ekki lengur takmarkaður utan hjá öldruðum
 • Opnunartími þjónustuvers verður frá kl. 9 – 16 á virkum dögum (var áður frá kl. 7 – 18).
 • Utan opnunartíma þjónustuvers er tekið við pöntun stakar ferðir og veitt neyðaraðstoð í gegnum síma milli kl. 7:00 og 9:00 og milli kl. 16:00 og 22:00 alla virka daga. Áfram verður tekið við pöntunum stakra ferða og veitt neyðaraðstoð í gegnum síma utan opnunartíma.
 • Aksturstími er styttur lítillega og verður til miðnættis, (kl 24:00) í stað 1:00. Á föstudags- og laugardagskvöldum er áfram ekið til kl 01:00
 • Lengdur aksturstími er á stórhátíðardögum, verður nú til kl 24:00, nema aðfangadag og gamlársdag, þá er ekið til kl 22:00.
 • Sérstök stjórn akstursþjónustunnar var skipuð í stað samráðshóps félagsmálastjóra.
 • Notendur þjónustunnar verða efldir til aukins sjálfsstæðis og frekari virkni í notkun almenningssamgangna, samhliða akstursþjónustu.
 • Gjaldskrá tekur breytingum. Ferðir fatlaðs fólks sem pantaðar eru utan opnunartíma þjónustuvers eða samdægurs bera hærra gjald (fullt strætógjald) en þegar pantað er á opnunartíma eða með lengri fyrirvara.

 Þjónustulýsing 2020

 Sameiginlegar reglur 2020

 Samkomulag sveitafélaganna 2020