Pant sinnir og stýrir skólaakstri fyrir fötluð grunnskólabörn með lögheimili í Reykjavík, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.
Sækja þarf um skólaakstur hjá deildarstjóra sérdeildar eða skólastjóra. Skólinn sendir akstursþjónustunni staðfestingu á að nemandinn hafi heimild til að nýta sér akstursþjónustuna.
Skólaakstur grunnskólabarna er gjaldfrjáls.
Ferðapöntun
Forráðamenn geta pantað eða afpantað ferðir á pant.is. Einnig með því að hringja í þjónustuver Pant í síma 540 2727 eða senda tölvupóst á pant@pant.is
Til að tryggja stöðugleika í akstri er best að panta fastar ferðir sem gilda út skólaárið. Fyrir akstur í skólann að morgni er pöntunartíminn mætingartími í skóla. Ef nemandinn á að mæta í skólann kl. 8:00 þá er það tíminn á pöntuninni. Í akstri úr skóla eða frístund og heim er pöntunartíminn sá tími sem sótt er.
Það er á ábyrgð forráðamanna að láta Pant vita tímanlega um breytingar á akstri, t.d. ef sækja á nemanda á nýjan stað að morgni eða aka nemanda á annað heimilisfang í lok dags. Æskilegt er að breytingar berist fyrir hádegi á virkum dögum, degi áður. Gert er ráð fyrir 12 klukkustunda fyrirvara á pöntunum og breytingum á ferðum í gegnum tölvupóst. Tveggja tíma fyrirvari er á pöntunum eða breytingum í gegnum pöntunarsíðuna eða síma.
Ferðatími
Ferðatíminn á alla jafna ekki vera lengri en 45 mínútur og í mesta lagi 60 mínútur. Farþegar þurfa þó að vera viðbúnir töfum eða breytingum á áætlun, s.s. vegna færðar eða umferðartafa á annatímum.
Það fer eftir fjölda samnemenda í hverfinu og fjarlægð frá skóla hvenær nemandinn er sóttur á morgnana. Fyrstu dagana á nýju skólaári þurfa nemendur að vera tilbúnir að fara í bílinn kl. 7:15. Þeir sem búa í Mosfellsbæ þurfa að vera tilbúnir kl. 7:00. Ef lítið er um breytingar á ferðunum kemst skipulag á þær á tveimur til þremur vikum og bíllinn kemur á svipuðum tíma eftir það. Áætlaðan tíma viðkomu er hægt að sjá á Mínum síðum en gera þarf ráð fyrir að bíllinn geti komið 5 til 10 mínútum fyrir eða eftir áætlaðan tíma.
Bíllinn bíður í þrjár mínútur að jafnaði á hverjum viðkomustað.
Neysla matvæla er bönnuð í bílunum og ekki er leyfilegt að taka reiðhjól með í bílinn.
Hvað gerist ef ég mæti ekki í ferðina mína?
Ef farþegi mætir ekki í ferðina sína þá falla allar aðrar ferðir niður þann daginn nema farþeginn hringi og óski eftir því að halda ferðum dagsins inni í kerfinu. Því er mikilvægt að láta vita ef farþegar fara t.d. í skólann með öðrum hætti en vilja fara með akstursþjónustunni heim eða í frístund.
Mikilvægar upplýsingar fyrir bílstjóra
Mikilvægar upplýsingar fyrir bílstjóra eru stjörnumerktar og koma upp sem sérstök skilaboð í tölvukerfi í bílunum. Þetta er gert til að tryggja enn frekar öryggi farþega.
Dæmi um stjörnumerkingar eru: “Farþegi er flogaveikur” – “Farþegi getur ekki tjáð sig en skilur vel þegar talað er við hann” o.s.frv. Rétt er að taka fram að bílstjórar eiga alltaf að tryggja móttöku á nemendunum.
Mínar síður
Forráðamenn geta skráð sig inn á Mínar síður á slóðinni: https://minar.pant.is. Þar er hægt að sjá hvaða ferðir hafa verið pantaðar fyrir nemandann og hægt að afbóka ferðir með því að smella á græna hnappinn sem er við viðkomandi ferð og stendur á Pöntuð.
Einnig er í flestum tilfellum hægt að sjá á korti ferðir bílsins 30 mínútur fram að því að nemandi er sóttur. Ekki er hægt að panta ferðir, sjá liðnar ferðir eða fylgjast með ferðum bílsins á leiðinni í skólann eða heim. Um leið og farþegi stígur um borð í bílinn er ferðin merkt sem lokið.