Ferðareglur

  • Farþegi þarf að vera tilbúinn í anddyri brottfararstaðar 5 mínútum fyrir og 10 mínútum eftir pantaðan tíma (sækingartíma).
  • Biðtími bíla er 3 mínútur innan biðtíma farþega, sem er 5 mínútum fyrir og 10 mínútum eftir pantaðan brottfarartíma.
  • Ef pantaður er mætingartími þarf farþegi að vera tilbúin í anddyri 40 mínútum fyrir komutíma.
  • Þjónustan er í anddyri og miðast aðstoð bílstjóra Pant aksturs við það.
  • Ekki er beðið á meðan farþegi sinnir erindi sínu.
  • Meginreglan fyrir hluti sem mega fara í bílinn er sú að fullorðinn farþegi þarf að geta borið hlutinn einn síns liðs um borð og að hann valdi ekki öðrum farþegum óþægindum eða óhreinki bílinn.
  • Miðað er við að ferðatími milli staða sé að jafnaði svipaður og hjá almenningsvögnum.
  • Bílarnir eru samnýttir og bíllinn getur sótt aðra farþega í leiðinni sem fara sömu eða svipaða leið.
  • Að lágmarki þarf að vera 30 mínútur á milli ferða
  • Bílstjóra er ekki heimilt að sinna sendiferðum fyrir farþega.
  • Farþega sem hefur lítinn sem engan möguleika á að vita brottfarartíma t.d. þegar ekið er til læknis er heimilt að hringja eftir akstri til baka að erindi loknu.
  • Ef farþegi mætir ekki í ferðina sína þá falla allar aðrar ferðir niður þann daginn nema farþeginn hringi og óski eftir því að halda ferðum dagsins inni í kerfinu. Því er mikilvægt að láta vita ef farþegar á áfangastað með öðrum hætti en vilja fara með akstursþjónustunni heim.
  • Farþega er heimilt að hafa með sér annan farþega. Fargjaldið gjaldfærist á skráðan farþega.
  • Óheimilt er að ferðast með gæludýr í bílunum. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanþegnir öllum reglum um gæludýr.
  • Geti farþegi ekki ferðast einsamall, að mati sveitarfélags, skal aðstoðarmaður fylgja honum. Fyrir aðstoðarmann er ekki greitt fargjald.
    Fylgdarmenn þurfa að vera samþykktir af þjónustumiðstöðvum sveitarfélaganna.
  • Börn undir 6 ára aldri í fylgd með fötluðum foreldrum greiða ekkert gjald.
  • Ferðafjöldi er ótakmarkaður fyrir utan hjá öldruðum.

 

  • Börn undir 6 ára aldri skulu alltaf vera í fylgd með fullorðnum einstaklingi.
  • Börn undir 135 cm skulu ávallt ferðast í bílstól. Þurfi barnið bílstól er það á ábyrgð forráðamanna að útvega hann.

 Þjónustulýsing 2020

 Sameiginlegar reglur 2020

 Samkomulag sveitafélaganna 2020