Akstursþjónusta Pant sinnir og stýrir akstri fatlaðs fólks og eldri borgara með lögheimili í Reykjavík, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.
Hvert sveitarfélag samþykkir heimild hvers og eins farþega til að nota akstursþjónustuna og ákveður gjaldskrá fyrir þjónustuna.
Umsóknir eru afgreiddar í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Í Reykjavík er umsókn send til þjónustumiðstöðvar í því hverfi sem umsækjandi býr. Í Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ er umsókn send til félagsþjónustu sveitarfélagsins þar sem umsækjandinn á lögheimili.
Nánari upplýsingar um þjónustumiðstöðvar finnast hér.
Hægt er að sækja um strætóþjálfun til að fá aðstoð við að læra á strætó.