Gjaldskrárbreyting hjá Pant

1.október breyttust fargjöldin hjá Pant í samræmi við breytingarnar sem kynntar hafa verið á gjaldskrá Strætó.

Stök ferð kostar 275 kr. eða 550 kr. ef pantað er samdægurs eða utan opnunartíma þjónustuversins.
Nemakort kostar 45.000 kr.

Hjá öldruðum á Seltjarnarnesi og í Garðabæ er farið 550 kr.

Í Reykjavík er svo farið hjá öldruðum orðið 1.380 kr. í samræmi við breytingu á gjaldskrá borgarinnar.