Ferðapantanir

Pöntunarsíða

Hver sem er getur skráð sig inn og sent inn pöntun. Þegar pöntun berst er hún yfirfarinn af starfsmanni Pant.  Ef farþeginn er samþykktur inn í akstursþjónustuna er pöntunin skráð inn í aksturskerfið,  fær farþeginn og ef annar bókar ferðina staðfestingu á bókuninni í tölvupósti. Með því að nýta pöntunarsíðuna er verið að lágmarka hættu á að pantanir misfarist í bókun og skráningu.

Panta ferð

Pantanir

  • Stakar ferðir – ferðir sem aka ekki reglulega.
  • Fastar ferðir – reglulegar ferðir sem fara fram á sama vikudegi og á sama tíma.
  • Hópferðir – þegar fleiri en einn farþegi ferðast saman á sama stað, á sama tíma. Hópapantanir verða að berast með 12 klukkustunda fyrirvara. Hópur telst vera 6 einstaklingar eða fleiri, en hver notandi greiðir eftir sem áður fyrir sig.
  • Afpanta ferð – best er að afpanta ferðir á Mínum síðum eða inná pöntunarsíðu.
  • Öruggast er að panta ferðir í gegnum pöntunarsíðu þar er tekið við pöntunum með 2 klukkustunda fyrirvara. Staðfesting er send á netfang þegar pöntun er afgreidd.
  • Gera má ráð fyrir 12 klukkustunda fyrirvara í afgreiðslu pantana sem eru sendar í  tölvupósti til  pant@pantakstur.is

SMS þjónusta

Hægt er að óska eftir hjá þjónustuveri Pant að fá sjálfvirka áminningu um bókaða ferð tveimur tímum fyrir brottför. Tímasetningar sem birtast er áætlaður tími og getur breyst vegna umferðar eða annarra tafa sem kunna að koma upp.