Um Þjónustuna

Opnunartími í þjónustuveri

  • Virka daga frá kl. 9:00 til kl. 16:00
  • Helgar frá kl 10:00 til kl. 14:00
  • Utan þess tíma er eingöngu hægt að panta stakar ferðir, afpanta ferðir og fá svör við brýnum erindum.
  • Ef ferð á að hefjast fyrir kl. 9:30 að morgni á virkum degi eða fyrir kl 10:00 um helgar, þá þarf pöntun að hafa borist í síðasta lagi fyrir kl. 20:30 kvöldið áður.
  • Ef ferð er afpöntuð með styttri fyrirvara en tveim klukkustundum þá telst ferðin með í uppgjöri.
  • Farþega er heimilt að hafa með sér annan farþega. Fargjaldið gjaldfærist á skráðan farþega hjá Pant.
  • Fylgdarmenn þurfa að vera samþykktir af þjónustumiðstöðvum sveitarfélaganna.
  • Ekki er mögulegt að tryggja að hægt sé að veita þjónustu vegna hópferða nema þær séu pantaðar með minnst 12 klukkustunda fyrirvara. Hópur telst vera 6 einstaklingar eða fleiri en hver notandi greiðir eftir sem áður fyrir sig.
  • Fyrir pantantir sem er gerðar með fyrirvara er innheimt sem nemur hálft fargjald í Strætó (ath. önnur gjaldskrá gildir fyrir eldri borgara)
  • Fyrir ferðir sem eru pantaðar samdægurs eða utan opnunartíma þjónustuversins er innheimt sem nemur einu fargjaldi í Strætó. (ath. önnur gjaldskrá gildir fyrir eldri borgara)

Síminn í þjónustuver er 540 2727

Öruggast er að panta ferðir með að skrá sig inn á pöntunarsíðuna.

SMS þjónusta

Hægt er að óska eftir hjá þjónustuveri Pant að fá sjálfvirka áminningu um bókaða ferð tveimur tímum fyrir brottför. Tímasetningar sem birtast er áætlaður tími sem getur breyst vegna umferðar eða annarra tafa sem kunna að koma upp.