Tilkynning 31. ágúst 2023

Uppfært kl. 15:40

Vegna bilunar á ljósleiðara er skert þjónusta hjá Pant, akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og aldraða. Bilunin veldur truflun í kerfi Hreyfils sem ekur stóran hlut Pant ferða. Ekki er vitað hversu langan tíma tekur að laga þetta og á meðan bilunin varir verða því miður áfram tafir hjá Pant. Á meðan tekur Pant ekki við nýjum pöntunum frá viðskiptavinum.

Pant akstursþjónusta biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og vonar að þetta komist í lag sem allra fyrst.

Uppfært kl. 20:25

Ljósleiðarinn hefur verið lagaður og þjónustan er komin í lag.
Aksturinn verður með venjulegu móti á morgun.
Við þökkum fyrir þolinmæðina og skilninginn.