Strætóþjálfun er fyrir fólk sem er að nýta sér Pant akstursþjónustu og vill prófa að taka strætó.
Strætóþjálfi kemur til fólks og er innan handar fyrir fólk sem vill læra á strætó. Allir þeir sem nýta sér þjónustuna fá fylgd alla leið, Strætóþjálfinn kemur til þeirra, fer með þeim í strætó og fylgir þeim svo á leiðarenda.
Það sem hafa þarf í huga:
- Panta þarf ferð með dags fyrirvara.
- Fólk þarf að hafa strætókort eða miða fyrir ferðinni með sér.
- Ef fólk er með örorkumiða þarf það að hafa örorkuskírteini með sér.
- Fólk þarf að vera tilbúið að leggja af stað þegar Strætóþjálfinn kemur.
- Taka þarf fram við pöntun nauðsynlegar upplýsingar.
Þjónustan er í boði frá kl. 9:00 til kl. 17:00 alla virka daga.
Allar pantanir á að senda á pant@pant.is