Nemakort framhaldsnema

  • Notendur Pant akstursþjónustu sem eru í framhaldsnámi (framhalds- eða háskóla) hafa rétt til að kaupa ungmenna- eða nemakort sem er áskriftarkort og gildir í eitt ár frá kaupdegi.
  • Til að fá kort þarf notandi að sækja um heimild til þjónustumiðstöðvar þess sveitafélags sem notandi hefur lögheimili í.
  • Þjónustumiðstöð sendir heimildina til Pant sem skráir notanda. Ef notandi óskar eftir því er möguleiki að fá Klappkort sem gildir líka í Strætó.
    (Farþeginn þarf að vera búinn að búa til aðgang á klappid.is til að geta tengt kortið.)
  • Verð á nemakortum er 54.000 krónur.
  • Nemakort sem eru fyrir notendur Pant eru ekki seld í gegnum vefssíðu Strætó.