- Panta ferð
- Öruggast er að panta ferðir í gegnum pöntunarsíðuna. Tekið er við pöntunum með 2 klukkustunda fyrirvara. Staðfesting er send á netfang þegar pöntun er afgreidd.
- Gera má ráð fyrir 12 klukkustunda fyrirvara í afgreiðslu pantana sem eru sendar í tölvupósti á pant@pant.is
- Stakar ferðir – ferðir sem aka ekki reglulega.
- Fastar ferðir – reglulegar ferðir sem fara fram á sama vikudegi og á sama tíma.
- Hópferðir – þegar 6 eða fleiri einstaklingar ferðast saman á sama stað, á sama tíma. Hópapantanir verða að berast með 12 klukkustunda fyrirvara. Hver notandi greiðir fyrir sig.
- Afpanta ferð – best er að afpanta ferðir á Mínum síðum eða inná pöntunarsíðunni.
- Mætir ekki í ferð – Ef farþegi mætir ekki í ferðina sína þá falla allar ferðir niður þann daginn, nema farþegi hringi og óski eftir því að halda ferðum dagsins inni í kerfinu. Því er mikilvægt að láta vita ef farþegar fara með öðrum hætti á áfangastað en vilja fara með akstursþjónustunni heim.
Hver sem er getur skráð sig inn og sent inn pöntun. Þegar pöntun berst er hún yfirfarin af starfsmanni Pant. Ef farþeginn er skráður í akstursþjónustuna er pöntunin skráð í aksturskerfið. Sá sem pantar ferðina fær staðfestingu á bókuninni í tölvupósti.