Bílar og bílstjórar

Bílstjórar og aðrir starfsmenn Pant aksturs eiga að fara eftir lögum, reglum og leiðbeiningum velferðarráðuneytisins um ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá apríl 2020.

  • Bílar Pant aksturs fara reglulega í gæða- og öryggisskoðun.
  • Bílstjórar þjónustunnar fara á námskeið til að efla skilning á mismunandi þörfum farþega. Námskeiðið á að hjálpa bílstjórunum að veita farþegum góða þjónustu.
  • Bílstjórar þjónustunnar hafa aukin ökuréttindi.
  • Bílstjórar þjónustunnar hafa sótt skyndihjálparnámskeið.
  • Bílstjórar þjónustunnar þurfa að skila inn sérstöku sakavottorði sem sýnir að bílstjórar hafa hreint vottorð gagnvart ofbeldis – og kynferðisbrotum.
  • Bílstjórar Pant þurfa líka að skila inn venjulegu sakavottorði.

Á vegum Pant eru 45 sérútbúir bílar fyrir hjólastóla. Einnig eru leigubílar að aka farþegum í akstursþjónustu Pant.