Greiðslufyrirkomulag

Farþegar greiða gjald fyrir þjónustuna samkvæmt gjaldskrá þess sveitarfélags sem þeir eiga lögheimili.

  • Allir greiðsluseðlar vegna aksturs hjá Pant eru sendir rafrænt í heimabanka á tveggja mánaða fresti.
  • Ekki er sendur greiðsluseðill ef fjárhæð síðustu tveggja mánaða er lægri en sem nemur 1.000 krónum. Í þeim tilfellum eru sendir greiðsluseðlar tvisvar á ári í júní og desember.
  • Þeir sem sérstaklega óska eftir að fá senda greiðsluseðla heim í pósti geta pantað það með því að hringja í síma 540 2727 eða senda tölvupóst með beiðninni í netfangið pant@pant.is

Nemakort

Notendur Pant akstursþjónustu sem eru í framhaldsnámi (framhaldsskólar og háskólar) hafa rétt til að kaupa ungmenna- eða nemakort Strætó sem er áskriftarkort og gildir í eitt ár.

Til að fá kort þarf notandi að sækja um heimild til þjónustumiðstöðvar þess sveitafélags sem notandi hefur lögheimili.

Þjónustumiðstöð sendir heimildina til Pant sem skráir notanda, ef notandi óskar er útbúið kort með mynd sem gildir líka í Strætó.

Upplýsingar um verð á ungmenna og nemakortum eru hér

Nemakort sem eru fyrir notendur akstursþjónustunnar eru ekki seld í gegnum vefssíðu Strætó.