Rauð viðvörun 05.02.2025 og 06.02.2025

Það er rauð viðvörun í dag kl. 16 til 19 og enginn akstur á þeim tíma að minnsta kosti.
Við leggjum kapp á að koma öllum heim áður og biðjum fólk um að hringja og flýta ferðum.

Á morgun fimmtudag er rauð viðvörun kl. 8 til 13.
Það verður akstur í fyrramálið til rúmlega 8 en eftir það gerum við hlé á akstrinum til 13:00.
Það er svo appelsínugul viðvörun fram eftir degi sem getur haft áhrif á aksturinn.
Þetta getur þó breyst ef spáin breytist.

ATH Flestar ferðir hafa verið teknar út og ef það á að ferðast snemma í fyrramálið þarf að panta það sérstaklega.