Persónuvernd

Vinnsla persónuupplýsinga er nauðsynlegur þáttur í framkvæmd akstursþjónustu fatlaðs fólks. Mikið er lagt upp úr því að vernda persónuupplýsingar og að meðferð þeirra sé almennt í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (persónuverndarlög). Öll vinnsla persónuupplýsinga í þágu akstursþjónustu fatlaðs fólks fer ávallt fram í skýrum, lögmætum og málefnalegum tilgangi og þá skal þess gætt að upplýsingarnar séu viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er.

Að öðru leyti vísast til persónuverndarstefnu Strætó bs.

Vinnsla persónuupplýsinga vegna Pant byggir á heimild í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Hún samræmist því ákvæðum 3. og 5. tl. 9. gr. og 7. tl. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Með því að óska eftir aðgangi að Mínum síðum og skrá inn umbeðnar persónuupplýsingar á vefsíðu Pant (Strætó bs.) staðfestir þú um leið og þú ert samþykk(ur) að persónuupplýsingar sem þú skráir inn séu vistaðar í gagnagrunni vefsíðunnar og að heimilt sé að vinna þær.  Nánari útskýringar á vinnslu persónuupplýsinga er að finna í persónuverndarstefnu Pant (Strætó bs.) og
 fræðslubréfi um vinnslu persónuupplýsinga í akstursþjónustu fatlaðs fólks. 

Ef þriðji aðili, s.s. foreldri, forráðamaður, forstöðumaður sambýla, forstöðumaður frístundaheimila eða annar sá þriðji aðili sem sinnir þjónustu við notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks, óskar eftir aðgangi að Mínum síðum fyrir hönd notanda þjónustunnar, skal sá aðili sérstaklega kynna sér persónuverndarstefnu Pant (Strætó bs.) og tryggja að notkun viðkomandi á mínum síðum og þá um leið persónuupplýsingum notandans, samræmist persónuverndarlögum.