Akstur Pant um jólin 2024

Við biðlum til fólks að panta tímanlega svo hægt sé að skipuleggja aksturinn. Það á sérstaklega við um aðfangadagskvöld.

Opnunartími þjónustuvers

Virka daga
09:00 – 16:00
Helgar og frídaga
10:00 – 14:00

Aksturstími

Þorláksmessa (mánudagur)
06:30 – 00:00
Aðfangadagur
06:30 – 22:00
Jóladagur
09:30 – 00:00
Annar í jólum
09:30 – 00:00
27. desember (föstudagur)
06:30 – 01:00
28. desember (laugardagur)
07:30 – 01:00
29. desember (sunnudagur)
09:30 – 00:00
30. desember (mánudagur)
06:30 – 00:00
Gamlársdagur
06:30 – 22:00
Nýársdagur
09:30 – 00:00

Aksturstími

Mánudaga – Fimmtudaga
06:30 – 00:00
Föstudaga
06:30 – 01:00
Laugardaga
07:30 – 01:00
Sunnudaga
09:30 – 00:00
Frídaga og stórhátíðardaga
09:30 – 00:00

Opnunartími í þjónustuveri

Virka daga
09:00 – 16:00
Um helgar
10:00 – 14:00

Utan opnunartíma þjónustuversins er eingöngu hægt að panta stakar ferðir, afpanta ferðir og fá svör við brýnum erindum. 

Ath: Ekki er tekið við föstum ferðapöntunum eða hópaferðum í síma utan opnunartíma.

Ef ferð á að hefjast fyrir kl. 9:30 að morgni, þá þarf pöntun að hafa borist í síðasta lagi fyrir kl. 21:30 kvöldið áður.

Ef ferð er afpöntuð með styttri fyrirvara en tveimur klukkustundum þá telst ferðin með í uppgjöri.

Hærra gjald er tekið fyrir ferðapantanir sem eru samdægurs eða utan opnunartíma þjónustuversins.

Sími þjónustuversins er  540 2727

Jólahátíð fatlaðra 2024

Við viljum biðla til fólks að panta ferðir tímanlega á Jólahátíðina þann 4. desember næstkomandi.

 

 

Ferðapantanir

  • Panta ferð
    • Öruggast er að panta ferðir í gegnum pöntunarsíðuna. Tekið er við pöntunum með 2 klukkustunda fyrirvara á opnunartíma þjónustuversins en utan opnunartíma er fyrirvarinn 4 tímar. Staðfesting er send á netfang þegar pöntun er afgreidd.
    • Gera má ráð fyrir 12 klukkustunda fyrirvara í afgreiðslu pantana sem eru sendar í tölvupósti á pant@pant.is
  • Stakar ferðir – ferðir sem aka ekki reglulega.
  • Fastar ferðir – reglulegar ferðir sem fara fram á sama vikudegi og á sama tíma.
  • Hópferðir – þegar 6 eða fleiri einstaklingar ferðast saman á sama stað, á sama tíma. Hópapantanir verða að berast með 12 klukkustunda fyrirvara. Hver notandi greiðir fyrir sig.
  • Afpanta ferð – best er að afpanta ferðir á Mínum síðum eða inná pöntunarsíðunni.
  • Mætir ekki í ferð – Ef farþegi mætir ekki í ferðina sína þá falla allar ferðir niður þann daginn, nema farþegi hringi og óski eftir því að halda ferðum dagsins inni í kerfinu. Því er mikilvægt að láta vita ef farþegar fara með öðrum hætti á áfangastað en vilja fara með akstursþjónustunni heim.

Hver sem er getur skráð sig inn og sent inn pöntun. Þegar pöntun berst er hún yfirfarin af starfsmanni Pant.  Ef farþeginn er skráður í akstursþjónustuna er pöntunin skráð í aksturskerfið. Sá sem pantar ferðina fær staðfestingu á bókuninni í tölvupósti.